Crystal Serum Light (CSL) er ceramic coat sem endist í 5 ár. Það bindur sig við yfirborð lakksins á bílnum með því að brenna efni inn í glæruna sem getur orðið allt að fimm sinnum harðari en glæran sem var á bílnum fyrir. CSL þolir miklar hitabreytingar eða allt frá +250° og niður í -40°.
CSL veitir svo lakkinu meir dýpt, lit og vernd og viðheldur glansinum . CSL þolir hreinsiefni með ph gildi frá ph2 upp í ph12 og þolir því vel efnaþvotta. Þessi eiginleiki einfaldar einnig þrif á órheinindum sem koma á bílinn eins og trjákvoðu tjöru og vatnsblettum.