Grindur á vörubíla og tæki
Ljósameistarinn er umboðsaðili RST-Steel á Íslandi. RST smíða vandaðar grindur úr ryðfríu stáli, grindur sem ekki eru til á lager eru sérpantaðar eftir höfði viðskiptavinar, hægt er að velja um fjölda stöðuljósa og blikkljósa einnig er hægt að mála þær eftir RAL litanúmeri eða fá þær póleraðar.
Á vefsíðunni okkar er aðeins brot af úrvalinu svo best er að hafa samband við sölumann og athuga hvað er í boði á tækið þitt hvort sem það er á vörubíl, gröfu, rútu, sendibíl eða traktor.