Sænska merkið OZZ er samstarfsverkefni nokkura ljósamerkja í Svíþjóð og Noregi sem öll hafa sama markmið, að bjóða betri og flottari vörur en samkeppnisaðilar þeirra í Evrópu og tókst þeim það einstaklega vel með þessum ljósum!
Þessi þunni 40" LED-Bar er með flottu stöðuljósi sem fade-ar inn frá miðju, hann lýsir lengra en flestir í sambærilegri stærð eða 1Lux @850M!
Snilldin við þetta ljós er að díóðurnar eru staðsettar uppi og vísa allar niður sem gerir það að verkum að ljósgeislinn sem er blanda af punkt og dreifi myndar flottan skurð og hentar þessi led-bar því einstaklega vel bæði til þjóðvega aksturs og til notkunar sem þokuljós (öflugt þokuljós).
OZZ ljósin hafa staðist ítrustu prófanir og gæðaeftirlit, eru öflugri en önnur ljós í sama verðflokki og eru með 3 ára ábyrgð! Einnig eru þau með 5000 kelvin lýsingu sem tryggir þægilega en bjarta lýsingu við allar aðstæður en flestir betri ljósaframleiðendur eru einmitt að færa sig yfir í 5000K lýsingu sem er hinn fullkomni millivegur milli hlýrrar halogen lýsingar og kaldrar LED lýsingar eins og er svo algengt í LED ljósum í dag sem flest eru í kringum 6000K.