Loksins eru nettu rofaborðin komin, þetta rofaborð er með 4 rofum, öryggjaboxið ótrúlega nett, rofaborðið er svo nett að hægt er að setja það nánast hvar sem er, skrúfa það fast eða líma beint á.
Fjarstýring fylgir þessu setti sem er þráðlaus og hægt er að stýra útgöngunum á rofaborðinu með henni, getur hentað flott til að stýra spili, úrhleypibúnaði, vinnuljósum osfrv án þess að fara inn í bíl og ýta á takka.
Öryggjaboxið er líklega það nettasta sem völ er á, þaðan liggur svo ein snúra inn í bíl í rofaborðið sem stýrir öllu sem tengt er í öryggjaboxið.