Cyclone ljósin frá KC eru alveg snilldar nálgun á vinnuljós, þessi ljós þola að vera nánast hvar sem er á bílnum og eru mjög vinsæl til að setja t.d. undir stigbretti, fram eða afturstuðara til að lýsa upp jörðina undir og aðeins í kringum bílinn, í stað þess að vera með skær vinnuljós uppi á topp sem gjarnan lýsa í augun á manni þá lýsa þessi bara upp jörðina og dekkin sem getur verið mjög þægilegt í myrkri á ferðinni þegar hausnum er stungið út í jeppó.
Svo má einnig nota þau til að lýsa upp pallinn á bílnum, sem bakkljós eða bara hvað sem er, mjög sterkbyggð og nett ljós sem passa nánast hvar sem er.