ATH! Þessi vara er uppseld en hægt er að panta og er þá afhending áætluð 4. Desember.
Hér er á ferðinni líklega einfaldasta lausnin til þess að setja aukaljós á næstum því hvaða bíl sem er, með OZZ LP1 skiptir þú bara út númerarammanum framan á bílnum fyrir OZZ númeraramma og LED-barinn er kominn á bílinn!
LED-Barinn er með ótrúlega flottum skornum ljósgeisla sem mælist 1 lux @450M sem gerirr hann að langdrægasta númerarammanum sem í boði er.
Það er einfaldara en nokkru sinni að tengja þetta ljós, relay og víralúmm er í raun innbyggt, það er þríleiðari úr rammanum, + og - fara einfaldlega á rafgeymi og hvíti vírinn tengist í háu ljósin, svo einfalt er það.
Ljósameistarinn býður svo upp á ýmsar leiðir til þess að tengja þetta í nánast hvaða bíl sem er, með XBB Dongle og Relay er hægt að tengja í flest alla nýja bíla án þess að klippa einn einasta vír í bílnum og hefur það þá ekki áhrif á ábyrgð bílsins, þessi lausn er mjög vinsæl á meginlandi evrópu þar sem fólk vill gjarnan setja ljós á bíl sem það hefur í langtímaleigu.