W8 Bug remover frá Gtechniq er sennilega sá besti sem Ljósameistarinn hefur komist í snertingu við, ótrúlega góður hreinsir hér á ferð sem leysir upp dauðar flugur á framstuðaranum eins og honum einum er lagið, efninu er einfaldlega spreyjað á og látið liggja eins lengi og hægt er án þess að það þorni og svo sprautað af. Ef flugur hafa setið lengi á geta þær verið farnar að grafa sig í lakkið og þá gæti þurft aðra umferð og þvott með þvottahanska.