XBB Relay + dongle

  • Tilboð
  • Verð 39.500 kr
Með VSK


Með XBB dongle+relay settinu er hægt að tengja aukaljós við háu ljósin á næstum því hvaða nýja bíl sem er, meira að segja flesta nýja rafmagnsbíla án þess að klippa einn einasta vír í bílnum.

XBB dongle fer einfaldlega í OBD2 tengið inni í bíl, relayið fer á víralúmið sem tengist á rafgeymi og ljósinu er svo stungið í samband.

ATH! Það þarf að sækja XBB appið, stofna aðgang, uppfæra og stilla hvert relay fyrir hvern bíl, þannig er hægt að stilla hvað hver útgangur á relayinu gerir, t.d. tengir þú kastara/ledbar við output 1 og stillir það á að kvikna með "HIGHBEAM" þá kviknar á aukaljósunum með háu ljósum bílsins. Svo er hægt að tengja stöðuljós inn á output 2 og stilla hann á "POSITION LIGHT" nú eða "REVERSE LIGHTS" ef þú vilt virkja auka bakkljós með XBB relayinu.