Um Ljósameistarann
Ljósameistarinn byrjaði að flytja inn ljós frá Auxbeam fyrir 12 árum síðan með það að markmiði að eignast og útvega góð ljós á góðu verði.
Þegar það spurðist út fór hann að skoða fleiri merki og er í dag söluaðili fyrir OZZ, CAD, Briodlights, Auxbeam, KC-Hilites, Ultra Vision og IPF.
Ljósameistarinn hefur mikinn áhuga á ljósum og er búinn að eyða miklum tíma í prófanir á mismunandi ljósum til þess að geta veitt faglega ráðgjöf og þjónustu þegar kemur að vali ljósa á tækið þitt.
Árið 2024 skrifaði Ljósameistarinn undir samstarfssamning við Axel Johnson International sem er eigandi OZZ og fleiri flottra vörumerkja í Svíþjóð og er Ljósameistarinn nú hluti af þróunarteymi OZZ og tekur meðal annars þátt í vöruþróun og prófunum á ljósum í samstarfi við björgunarsveitir á Íslandi.